Viðskipti innlent

Marel og Össur hækka - en Straumur fellur

Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems.
Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems og Össuri er það eina sem hefur hækkað í Kauphöllinni í dag. Félögin eru þau stærstu sem mynda nýju Úrvalsvísitöluna (OMXI6). Gengi bréfa Marel hefur hækkað um 0,83 prósent og Össurar um 0,63 prósent.

Á sama tíma hefur Straumur, þriðja umsvifamesta félagið í vísitölunni, fallið um 6,14 prósent. Gengi bréfa í fjárfestingabankanum stendur nú í 1,53 krónum á hlut.

Úrvalsvísitalan (sú gamla) hefur lækkað um 0,53 prósent og stendur í 350 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×