Erlent

40 vandarhögg vegna buxna

Guðjón Helgason skrifar
Súdanska fréttakonan Lubna Ahmed Hussein á yfir höfði sér 40 vandarhögg vegna ákæru fyrir ósiðlegan klæðaburð. Konan gekk í buxum opinberlega í síðasta mánuði. Hún lítur á þetta sem prófmál fyrir dómi og segir að vandarhöggin yrðu móðgun við fólk og trúarbrögð.

Hussein var handtekinn ásamt 13 öðrum konum í Khartoum, höfuðborg Súdans, í byrjun júlí. 11 úr hópnum, þar með talið Hussein, fengu á sig 15.000 króna sekt og 10 vandarhögg fyrir ósæmilega klæðaburð. Þær væru að brjóta gegn sjaría-lögum múslima sem gilda í landinu.

Hussein vildi fá málið fyrir dóm þrátt fyrir að eiga 40 vandarhögg á hættu yrði hún sakfelld. Hún sagði starfi sínu fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Súdan lausu til að losna við friðhelgi sem því fylgir. Hún vildi að kæran gegn sér yrði prófmál en mörg þúsund konur hafi þurft að sæta vandarhöggum í landinu síðustu ár vegna ákvæða sjaría-laga.

Til átaka kom milli lögreglu og stuðningsmanna Hússeins fyrir framan dómshús í Khartoum, höfuðborg Súdans, í dag þar sem málið var tekið fyrri. Táragas var notað til að dreifa mannfjöldanum.

Málinu var frestað í einn mánuð til að skera mætti úr um hvort friðhelgin gilti enn þó Hússein hefði sagt upp störfum. Það er þvert á vilja hennar og talið að stjórnvöld í Súdan hafi viljað fresta máinu til að drepa því á dreif vegna þess hve það hafi vakið mikla athygli víða um heim




Fleiri fréttir

Sjá meira


×