Fótbolti

Sölvi og Gunnar Heiðar skoruðu - SønderjyskE bjargaði sér

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Heiðar Þorvaldsson tryggði Esbjerg jafntefli í síðasta leik tímabilsins.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson tryggði Esbjerg jafntefli í síðasta leik tímabilsins. Mynd/Daníel

SønderjyskE náði að halda sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Esbjerg í lokaumferðinni í dag. SønderjyskE þurfti að fá eitt stig í leiknum til að bjargar sér frá falli.

Einu mörk leiksins voru íslensk og komu þau bæði á upphafsmínútum leiksins. Sölvi Geir Ottensen kom SønderjyskE í 1-0 eftir aðeins 4 mínútur en Gunnar Heiðar Þorvaldsson jafnaði síðan leikinn átta mínútum síðar.

Sölvi Geir og Gunnar Heiðar spiluðu báðir allan leikinn með sínum liðum og þá kom Kári Árnason inn á sem varamaður hjá Esbjerg eftir aðeins 34 mínútna leik.

Úrslitin í leiknum þýddu að Vejle Boldklub og AC Horsens féllu úr dönsku úrvalsdeildinni í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×