Álverðið fór yfir 2.000 dollara í London í morgun 27. október 2009 08:01 Heimsmarkaðsverð á áli fór yfir 2.000 dollara á markaðinum í London í morgun og stendur nú í 2.010 dollurum á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga. Hefur verðið ekki verið hærra í ár síðan í sumar þegar það fór yfir 2.000 dollara í skamman tíma. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um álverðið í Hagsjá sinni. Þar segir að álframleiðendur hafa dregið úr birgðastöðu samhliða fremur óhagstæðri verðþróun samkvæmt upplýsingum Alþjóða álstofnunarinnar, International Aluminium Institute. Gögn hennar sýna að frá því verð tók að þokast upp á við á ný samhliða viðsnúningi í efnahagskerfi heimsins í mars síðastliðnum hefur dregið úr álbirgðum á heimsvísu. Í júlí var lækkun birgðastöðu rúm 21% frá fyrra ári en í september nam lækkunin 24% Verðmæti útflutts áls fyrstu átta mánuði ársins var 34% af heildarverðmæti íslensks útflutnings samkvæmt sundurliðun Hagstofunnar. Að magni til jókst álútflutningur um 12,6% frá fyrstu átta mánuðum ársins 2008 en sökum slakrar verðþróunar var verðmæti álútflutnings 3% rýrara á þessu ári en árinu áður. Sú staðreynd að nú virðist sem álverð sé búið að festa sig í sessi á bilinu 1.800 til 2.000 USD/tonn er því afar jákvætt fyrir vöruskiptajöfnuðinn íslenska. Um leið er hvetur hærra álverð, á sama tíma og íslenskt vinnuafl er afar samkeppnishæft sökum gengis krónunnar, álfyrirtæki til fjárfestingar í álverum hér á landi. Spár sem borist hafa undanfarið um þjóðarhag gera ráð fyrir a.m.k. einni fjárfestingu í stóriðju tengdri álframleiðslu. Meðal annars er slík fjárfesting forsenda þess að hér fari að ára betur strax á næsta ári. Komi ekki til fjárfestingar í áliðnaði af þessari stærð er þörf á annarri jafnstórri til þess að ekki þurfi að endurskoða spár til hins verra. Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á áli fór yfir 2.000 dollara á markaðinum í London í morgun og stendur nú í 2.010 dollurum á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga. Hefur verðið ekki verið hærra í ár síðan í sumar þegar það fór yfir 2.000 dollara í skamman tíma. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um álverðið í Hagsjá sinni. Þar segir að álframleiðendur hafa dregið úr birgðastöðu samhliða fremur óhagstæðri verðþróun samkvæmt upplýsingum Alþjóða álstofnunarinnar, International Aluminium Institute. Gögn hennar sýna að frá því verð tók að þokast upp á við á ný samhliða viðsnúningi í efnahagskerfi heimsins í mars síðastliðnum hefur dregið úr álbirgðum á heimsvísu. Í júlí var lækkun birgðastöðu rúm 21% frá fyrra ári en í september nam lækkunin 24% Verðmæti útflutts áls fyrstu átta mánuði ársins var 34% af heildarverðmæti íslensks útflutnings samkvæmt sundurliðun Hagstofunnar. Að magni til jókst álútflutningur um 12,6% frá fyrstu átta mánuðum ársins 2008 en sökum slakrar verðþróunar var verðmæti álútflutnings 3% rýrara á þessu ári en árinu áður. Sú staðreynd að nú virðist sem álverð sé búið að festa sig í sessi á bilinu 1.800 til 2.000 USD/tonn er því afar jákvætt fyrir vöruskiptajöfnuðinn íslenska. Um leið er hvetur hærra álverð, á sama tíma og íslenskt vinnuafl er afar samkeppnishæft sökum gengis krónunnar, álfyrirtæki til fjárfestingar í álverum hér á landi. Spár sem borist hafa undanfarið um þjóðarhag gera ráð fyrir a.m.k. einni fjárfestingu í stóriðju tengdri álframleiðslu. Meðal annars er slík fjárfesting forsenda þess að hér fari að ára betur strax á næsta ári. Komi ekki til fjárfestingar í áliðnaði af þessari stærð er þörf á annarri jafnstórri til þess að ekki þurfi að endurskoða spár til hins verra.
Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira