Íslendingar ber ekki að taka á sig allar Icesave skuldbindingarnar Sigríður Mogensen skrifar 20. júlí 2009 12:02 Eiríkur Tómasson telur að ekki eigi að dreifa greiðslunum úr þrotabúinu. Mynd/ GVA. Íslendingar taka á sig mun meiri skuldbindingar vegna Icesave, en þeim ber, að mati lagaprófessors og hæstaréttarlögmanna. Umfram skuldbindingar nemi um þrjúhundruð milljörðum króna. Eins og við greindum frá í síðustu viku kveður Icesave samningurinn á um mun víðtækari greiðslur en lög um innistæðutryggingar kveða á um. Ástæðan er sú að við greiðum lágmarkstrygginguna 20.887 evrur af hverjum Icesave reikningi, en á sama tíma fá Hollendingar og Bretar tæpan helming af þrotabúi Landsbankans á móti Íslendingum. Talið er að vegna þessa séu Íslendingar að taka á sig um 300 milljarða aukalega. Fréttastofa hefur undir höndum lögfræðilega álitsgerð frá hæstaréttarlögmönnunum Ragnari Hall og Herði Herðissyni þar sem þetta er gagnrýnt. Í morgunblaðinu í dag er haft eftir Ragnari Hall að Alþingi megi ekki samþykkja samninginn óbreyttan. Hann telur að gera verði fyrirvara um að þær reglur sem gengið er út frá um úthlutun úr þrotabúi Landsbankans upp í kröfur vegna Icesave verði endurskoðaðar. Ragnar segir að Icesave samningurinn, eins og hann er nú, kveði á um greiðslu sem sé mun víðtækari en Íslendingum bar nokkurn tímann að greiða. Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, tekur undir með Ragnari í Morgunblaðinu í dag. Eiríkur telur að þegar greiða eigi úr þrotabúi Landsbankans eigi fyrst að greiða upp í lágmarksábyrgð íslenska innistæðutryggingasjóðsins en ekki dreifa greiðslum úr þrotabúinu jafnt á íslenska tryggingasjóðinn, tryggingasjóðina í Bretlandi og Hollandi og svo á aðra kröfuhafa. Um þetta snúist deilan. Eiríkur segir ekki koma til mála að við tökum á okkur meiri skuldbindingar en okkur beri skylda til. Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Íslendingar taka á sig mun meiri skuldbindingar vegna Icesave, en þeim ber, að mati lagaprófessors og hæstaréttarlögmanna. Umfram skuldbindingar nemi um þrjúhundruð milljörðum króna. Eins og við greindum frá í síðustu viku kveður Icesave samningurinn á um mun víðtækari greiðslur en lög um innistæðutryggingar kveða á um. Ástæðan er sú að við greiðum lágmarkstrygginguna 20.887 evrur af hverjum Icesave reikningi, en á sama tíma fá Hollendingar og Bretar tæpan helming af þrotabúi Landsbankans á móti Íslendingum. Talið er að vegna þessa séu Íslendingar að taka á sig um 300 milljarða aukalega. Fréttastofa hefur undir höndum lögfræðilega álitsgerð frá hæstaréttarlögmönnunum Ragnari Hall og Herði Herðissyni þar sem þetta er gagnrýnt. Í morgunblaðinu í dag er haft eftir Ragnari Hall að Alþingi megi ekki samþykkja samninginn óbreyttan. Hann telur að gera verði fyrirvara um að þær reglur sem gengið er út frá um úthlutun úr þrotabúi Landsbankans upp í kröfur vegna Icesave verði endurskoðaðar. Ragnar segir að Icesave samningurinn, eins og hann er nú, kveði á um greiðslu sem sé mun víðtækari en Íslendingum bar nokkurn tímann að greiða. Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, tekur undir með Ragnari í Morgunblaðinu í dag. Eiríkur telur að þegar greiða eigi úr þrotabúi Landsbankans eigi fyrst að greiða upp í lágmarksábyrgð íslenska innistæðutryggingasjóðsins en ekki dreifa greiðslum úr þrotabúinu jafnt á íslenska tryggingasjóðinn, tryggingasjóðina í Bretlandi og Hollandi og svo á aðra kröfuhafa. Um þetta snúist deilan. Eiríkur segir ekki koma til mála að við tökum á okkur meiri skuldbindingar en okkur beri skylda til.
Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira