Khamenei krefst aðgerða Guðjón Helgason skrifar 21. mars 2009 12:00 Ali Khamenei, æðstiklerkur Írana, á útifundi í Mashhad í Íran í morgun. MYND/APTN Khamenei æðstiklerkur í Íran segist ekki sjá neina breytingu á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart Íran. Hann vill þó ræða málin. Obama Bandaríkjaforseti bauð fyrir helgi nýtt upphaf í samskiptum Bandaríkjanna og Írans. Í sjónvarpsávarpi á fimmtudaginn sem beint var til leiðtoga í Teheran og írönsku þjóðarinnar hvatti Barack Obama, Bandaríkjaforseti, til viðræðna milli ríkjann sem yrðu byggð á gagnkvæmu trausti. Obama sagði að ágreiningur þjóðanna hefði aukist á síðustu árum. Frá klerkabyltingunni í Íran 1979 hefðu samskipti ríkjanna verið stirð. Bush fyrrveandi forseti sagði landið eitt öxulvelda hins illa ásamt Írak og Norður-Kóreu og hafa deilur um kjarnorkuáætlun Írana verði harðar. Forsetinn sagði stjórn sína leggja áherslu á viðræður milli deilenda þar sem tekið yrði á öllum ágreiningefnum. Reynt yrði að koma á uppbyggilegu samstarfi milli Bandaríkjanna, Írans og alþjóðasamfélagsins. Obama sagði þetta ekki hægt ef áfram yrði haft í hótunum. Þörf væri á viðræðum sem byggðu á gagnkvæmri viðringu. Forsetinn hefur áður gefið til kynna að hann vilji viðræður við Írana en ávarpið frá því á fimmtudaginn er sagt fyrsta tilraun hans til að hefja þær. Fréttaskýrendur telja að með ávarpinu komi skýrt fram að Obama vilji friðmælast við Írana og þannig koma á friði og stöðugleika í Afganistan, Írak, Líbanon og á svæðum Palestínumanna. Hann vilji einnig með þessu reyna að hefta útbreiðslu kjarnorkuvopna. Khamenei æðstiklerkur í Íran sagði í morgun að hann sæi ekki neina breytingu á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart Íran. Hann sagði ráðamenn í Teheran hins vegar tilbúna til viðræðna ef Obama breytti stefnu þjóðar sinnar gagnvart Íran. Khamenei hefur síðasta orðið þegar kemur að stefnubreytingum hjá írönskum stjórnvöldum enda æðsti leiðtogi Írana í andlegum og veraldlegum málum. Endanlegt svar Írana við sáttaumleitunum Obama ræðst af viðbrögðum hans. Khamenei segir enga breytingu verða nema Bandaríkjamenn hættu fjandskap við Íran og breyttu utanríkisstefnu sinni. Fagurgali dygði ekki einn og sér því verkin þyrftu einnig að tala. Íranar segjast ekki ætla að falla frá áformum um að opna kjarnorkuverið í Bushehr í lok árs enda ætluðu Íranar að nýta kjarnorku í friðsamlegum tilgangi til orkuframleiðslu. Bandaríkjamenn hafa sakað Írana um að ætla að að framleiða kjarnorkuvopn á laun. Erlent Fréttir Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Khamenei æðstiklerkur í Íran segist ekki sjá neina breytingu á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart Íran. Hann vill þó ræða málin. Obama Bandaríkjaforseti bauð fyrir helgi nýtt upphaf í samskiptum Bandaríkjanna og Írans. Í sjónvarpsávarpi á fimmtudaginn sem beint var til leiðtoga í Teheran og írönsku þjóðarinnar hvatti Barack Obama, Bandaríkjaforseti, til viðræðna milli ríkjann sem yrðu byggð á gagnkvæmu trausti. Obama sagði að ágreiningur þjóðanna hefði aukist á síðustu árum. Frá klerkabyltingunni í Íran 1979 hefðu samskipti ríkjanna verið stirð. Bush fyrrveandi forseti sagði landið eitt öxulvelda hins illa ásamt Írak og Norður-Kóreu og hafa deilur um kjarnorkuáætlun Írana verði harðar. Forsetinn sagði stjórn sína leggja áherslu á viðræður milli deilenda þar sem tekið yrði á öllum ágreiningefnum. Reynt yrði að koma á uppbyggilegu samstarfi milli Bandaríkjanna, Írans og alþjóðasamfélagsins. Obama sagði þetta ekki hægt ef áfram yrði haft í hótunum. Þörf væri á viðræðum sem byggðu á gagnkvæmri viðringu. Forsetinn hefur áður gefið til kynna að hann vilji viðræður við Írana en ávarpið frá því á fimmtudaginn er sagt fyrsta tilraun hans til að hefja þær. Fréttaskýrendur telja að með ávarpinu komi skýrt fram að Obama vilji friðmælast við Írana og þannig koma á friði og stöðugleika í Afganistan, Írak, Líbanon og á svæðum Palestínumanna. Hann vilji einnig með þessu reyna að hefta útbreiðslu kjarnorkuvopna. Khamenei æðstiklerkur í Íran sagði í morgun að hann sæi ekki neina breytingu á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart Íran. Hann sagði ráðamenn í Teheran hins vegar tilbúna til viðræðna ef Obama breytti stefnu þjóðar sinnar gagnvart Íran. Khamenei hefur síðasta orðið þegar kemur að stefnubreytingum hjá írönskum stjórnvöldum enda æðsti leiðtogi Írana í andlegum og veraldlegum málum. Endanlegt svar Írana við sáttaumleitunum Obama ræðst af viðbrögðum hans. Khamenei segir enga breytingu verða nema Bandaríkjamenn hættu fjandskap við Íran og breyttu utanríkisstefnu sinni. Fagurgali dygði ekki einn og sér því verkin þyrftu einnig að tala. Íranar segjast ekki ætla að falla frá áformum um að opna kjarnorkuverið í Bushehr í lok árs enda ætluðu Íranar að nýta kjarnorku í friðsamlegum tilgangi til orkuframleiðslu. Bandaríkjamenn hafa sakað Írana um að ætla að að framleiða kjarnorkuvopn á laun.
Erlent Fréttir Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira