40.000 manns ferðast daglega eða vikulega milli Norðurlandanna sökum vinnu Gunnar Örn Jónsson skrifar 26. júní 2009 10:19 Hin fræga verslunargata, Strikið í Kaupmannahöfn. Fulltrúar í Norðurlandaráði fjölluðu í gær um landamærahindranir á Norðurlöndum á fundi sínum í Tornedalen. Um 40.000 einstaklingar ferðast daglega eða vikulega milli Norðurlandanna vegna vinnu og álíka margir flytja milli landa árlega. Eru þessar staðreyndir áhugaverðar í ljósi þess fólksflótta sem á sér stað við núverandi aðstæður á Íslandi. Fjölmargir Íslendingar hafa flutt til Norðurlandanna á undanförnum mánuðum og útlit er fyrir að fleiri bætist í hópinn. Ingvar Kamprad framkvæmdastjóri IKEA tók þátt í fundinum, en eftir að hann stofnaði fyrirtækið IKEA í Haparanda í Svíþjóð hefur hann tekið virkan þátt í því að ryðja stjórnsýsluhindrunum úr vegi á svæðinu. Ein af þeim óskum sem fram kom á fundinum var krafan um að Haparanda og Torneå sem eru tvíbúaasveitarfélög væru á sama tímabelti. Ole Norrback, sérstakur fulltrúi sem unnið hefur að því að ryðja hindrunum úr vegi, lýsti miklum áhyggjum yfir því að treglega gengi að ryðja hindrunum á Norðurlöndum úr vegi. Hann hvatti stjórnmálamennina til að túlka lögin af skynsemi og ekki alltaf bókstaflega til að auka sveigjanleikann. Hann lýsti einnig eftir samstarfi norrænu ríkjanna við innleiðingu tilskipanna ESB. „Pólitíski viljinn er veikur", sagði Ole Norrback og sagði stjórnmálamennina hafa völdin, ekki stjórnsýsluhindranirnar. Johan Tiedemann, ráðuneytisstjóri fyrir norræn mál í Svíþjóð, sagði að einstaklingar á Norðurlöndunum teldu það sjálfgefið að hægt væri að flytjast á milli Norðurlandanna án vandkvæða, en hann benti á að lög og reglur væru ólík í löndunum. Forsætisnefnd Norðurlandaráðs ákvað einnig að skrifa til samstarfsráðherranna og leita eftir auknum pólitískum stuðningi við afnám landamærahindrana. Þetta kemur fram á vefsíðunni Norden.org. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fulltrúar í Norðurlandaráði fjölluðu í gær um landamærahindranir á Norðurlöndum á fundi sínum í Tornedalen. Um 40.000 einstaklingar ferðast daglega eða vikulega milli Norðurlandanna vegna vinnu og álíka margir flytja milli landa árlega. Eru þessar staðreyndir áhugaverðar í ljósi þess fólksflótta sem á sér stað við núverandi aðstæður á Íslandi. Fjölmargir Íslendingar hafa flutt til Norðurlandanna á undanförnum mánuðum og útlit er fyrir að fleiri bætist í hópinn. Ingvar Kamprad framkvæmdastjóri IKEA tók þátt í fundinum, en eftir að hann stofnaði fyrirtækið IKEA í Haparanda í Svíþjóð hefur hann tekið virkan þátt í því að ryðja stjórnsýsluhindrunum úr vegi á svæðinu. Ein af þeim óskum sem fram kom á fundinum var krafan um að Haparanda og Torneå sem eru tvíbúaasveitarfélög væru á sama tímabelti. Ole Norrback, sérstakur fulltrúi sem unnið hefur að því að ryðja hindrunum úr vegi, lýsti miklum áhyggjum yfir því að treglega gengi að ryðja hindrunum á Norðurlöndum úr vegi. Hann hvatti stjórnmálamennina til að túlka lögin af skynsemi og ekki alltaf bókstaflega til að auka sveigjanleikann. Hann lýsti einnig eftir samstarfi norrænu ríkjanna við innleiðingu tilskipanna ESB. „Pólitíski viljinn er veikur", sagði Ole Norrback og sagði stjórnmálamennina hafa völdin, ekki stjórnsýsluhindranirnar. Johan Tiedemann, ráðuneytisstjóri fyrir norræn mál í Svíþjóð, sagði að einstaklingar á Norðurlöndunum teldu það sjálfgefið að hægt væri að flytjast á milli Norðurlandanna án vandkvæða, en hann benti á að lög og reglur væru ólík í löndunum. Forsætisnefnd Norðurlandaráðs ákvað einnig að skrifa til samstarfsráðherranna og leita eftir auknum pólitískum stuðningi við afnám landamærahindrana. Þetta kemur fram á vefsíðunni Norden.org.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira