Viðskipti innlent

Krónan leitar upp á við á ný

Evrur. Þær hafa sjaldan verið dýrari.
Evrur. Þær hafa sjaldan verið dýrari.

Gengi krónunnar snéri úr lækkun þegar nær dró tíuleytinu eftir fall í gær. Það hefur nú styrkst um 0,63 prósent og stendur gengisvísitalan í 163,7 stigum.

Einn bandaríkjadalur kostar nú 82,1 krónu, eitt breskt pund 161,6 krónur og dönsk króna 17 íslenskar krónur. Evra kostar nú 127 krónur en fór í 128,5 krónur í morgun og hafði aldrei verið dýrari í krónum talið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×