Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjásins: Barátta og breytingar 31. desember 2008 06:00 Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjásins. Árið 2009 verður ár baráttu og breytinga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Það er fyrirséð að einkarekin fjölmiðlafyrirtæki munu, eins og fjölmörg önnur fyrirtæki, berjast fyrir tilvist sinni í erfiðu rekstrarumhverfi. Eitt fjölmiðlafyrirtæki, Ríkisútvarpið, mun þó styrkja stöðu sína, því rekstrinum hafa nú þegar verið tryggðar ríflega 500 miljónir króna úr vösum skattgreiðenda til viðbótar við þær þrjú þúsund milljónir sem það fær á ársgrundvelli til að keppa við einkarekin fyrirtæki innan sömu greinar. RÚV hefur orðið uppvíst að samkeppnishamlandi undirboðum á markaði, hegðun sem yfirmaður fyrirtækisins telur einkennast af „kurteisi og hæversku“. Á sama tíma og stjórnvöld hafa kjark til þess að auka skattheimtu af Íslendingum til þess að standa undir rekstri ríkisfjölmiðils, virðist þau skorta kjarkinn til þess að gera það sem rétt er og draga ríkið út af sjónvarpsauglýsingamarkaði. Það er hjákátlegt að stjórnarþingmaður leggi fram þingsályktunartillögu þess efnis að endurskoða samkeppnisumhverfi á Íslandi, á sama tíma og hann mælir gegn því að sanngjörn samkeppni gildi í rekstri sjónvarpsstöðva. Það skiptir engu máli hvað stjórnmálamenn segja, það skiptir máli hvað stjórnmálamenn gera. Menntamálaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í byrjun desember þar sem hún ætlaði að taka mikilvægt skref í átt að réttlátri samkeppni á fjölmiðlamarkaði og takmarka umsvif Ríkissjónvarpsins á auglýsingamarkaði. Í frumvarpinu var mikil von. Þar kom fram skýr pólitískur vilji til þess að leiðrétta samkeppnisumhverfi einkarekinna sjónvarpsstöðva. Frumvarpið var skref í rétta átt. Það mátti færa rök fyrir því að þær takmarkanir sem settar voru fram í frumvarpinu væru litlar og dugði það eitt að benda á að meðalnýting RÚV á auglýsingum í sjónvarpi var um 3 prósent pr. útsenda klukkustund í október á meðan takmarkanir í frumvarpinu kváðu á um 5 til 10 prósenta hámarks nýtingu. Það sem skipti öllu máli var að vilji ráðherra var skýr, starfsfólk ráðuneytisins trúði því að í frumvarpinu fælust umtalsverðar takmarkanir á umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði. Skjárinn ætlaði sér að treysta stjórnvöldum fyrir því að þetta væri rétt mat. Það sem skiptir meira máli var að í frumvarpinu var ákvæði um endurskoðun fyrir 1. júlí árið 2009. Þannig var í frumvarpinu tækifæri til þess að bregðast við ef takmarkanir væru ekki raunverulegar, eða mat á afleiðingum rangar. Tillögurnar hafa nú verið dregnar til baka. Sagt er að árið 2009 verði lagðar fram nýjar tillögur, frumvarp sem muni hafa áhrif á alla fjölmiðla á Íslandi. Menntamálanefnd Alþingis treysti sér ekki til þess að afgreiða frumvarp menntamálaráðherra. Ástæður sem gefnar voru upp í fjölmiðlum voru tvíþættar, annars vegar sú að fjöldi athugasemda hefði borist, meðal annars frá kvikmyndagerðarmönnum, auglýsendum og auglýsingagerðarmönnum. Hins vegar var gefin upp sú afstaða að óskynsamlegt væri að setja takmörk á ríkisfjölmiðilinn á auglýsingamarkaði nema reglur um eignarhald á fjölmiðlum væru settar samhliða. Þegar umsagnir um frumvarpið verða gerðar opinberar verður athyglisvert að skoða hvað umsagnaraðilarnir höfðu um það að segja. Nefnum nokkra umsagnaraðila í tveimur hópum. Í fyrri hópnum eru útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, Hollvinasamtök Ríkisútvarpsins, Félag fréttamanna Ríkisútvarpsins, Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins, Samtök stéttafélaga almannaútvarpsstöðva á Norðurlöndunum og Félag kvikmyndagerðarmanna. Í seinni hópnum eru einkareknu fjölmiðlarnir, Samtök atvinnulífsins, Samtök auglýsenda, Viðskiptaráð Íslands og Samkeppniseftirlitið en ég þykist vita að þeir sem tilheyra seinni hópnum hafi fagnað frumvarpinu og því mikilvæga skrefi sem til stóð að taka. Starfsmenn menntamálaráðuneytisins hafa unnið að því að skoða möguleika á takmörkun á umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði frá því í vor, bæði forsætisráðherra og menntamálaráðherra lýstu því yfir opinberlega í sumar að það stæði til að setja takmörk. Það vekur upp spurningar ef menntamálanefnd Alþingis ber minna traust til tillögu ráðherra en fyrirtæki sem starfa á markaðinum. Hvaða rök liggja að baki ákvörðuninni? Voru umsagnir studdar raunverulegum gögnum? Hvaða breytingar á að gera í nýjum tillögum sem til stendur að leggja fyrir á næsta ári? Nú er tíminn til að spyrja spurninga. Mín framtíðarsýn er að á Íslandi verði fjölbreyttir, kröftugir og lifandi fjölmiðlar í dreifðri eignaraðild. Ég vil sanngjarnt samkeppnisumhverfi þar sem sjónvarpsstöðvar eiga þess kost að blómstra ef þær sýna góða dagskrá og góðan rekstur. Forsenda þess að fjárfestar sjái hag sinn í að koma að rekstri fjölmiðla er sú að rekstrargrundvöllur þeirra sé traustur og samkeppnin sé sanngjörn. Það getur ekkert einkarekið fyrirtæki keppt við ríkisfyrirtæki sem fær árlega þrjú þúsund og fimm hundruð milljónir í forgjöf frá skattgreiðendum og hikar ekki við að brjóta samkeppnislög. Frjálsir fjölmiðlar á Íslandi voru fleiri en tveir árið 2008, það verður spennandi að sjá hvað þeir verða margir árið 2009. Markaðir Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Árið 2009 verður ár baráttu og breytinga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Það er fyrirséð að einkarekin fjölmiðlafyrirtæki munu, eins og fjölmörg önnur fyrirtæki, berjast fyrir tilvist sinni í erfiðu rekstrarumhverfi. Eitt fjölmiðlafyrirtæki, Ríkisútvarpið, mun þó styrkja stöðu sína, því rekstrinum hafa nú þegar verið tryggðar ríflega 500 miljónir króna úr vösum skattgreiðenda til viðbótar við þær þrjú þúsund milljónir sem það fær á ársgrundvelli til að keppa við einkarekin fyrirtæki innan sömu greinar. RÚV hefur orðið uppvíst að samkeppnishamlandi undirboðum á markaði, hegðun sem yfirmaður fyrirtækisins telur einkennast af „kurteisi og hæversku“. Á sama tíma og stjórnvöld hafa kjark til þess að auka skattheimtu af Íslendingum til þess að standa undir rekstri ríkisfjölmiðils, virðist þau skorta kjarkinn til þess að gera það sem rétt er og draga ríkið út af sjónvarpsauglýsingamarkaði. Það er hjákátlegt að stjórnarþingmaður leggi fram þingsályktunartillögu þess efnis að endurskoða samkeppnisumhverfi á Íslandi, á sama tíma og hann mælir gegn því að sanngjörn samkeppni gildi í rekstri sjónvarpsstöðva. Það skiptir engu máli hvað stjórnmálamenn segja, það skiptir máli hvað stjórnmálamenn gera. Menntamálaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í byrjun desember þar sem hún ætlaði að taka mikilvægt skref í átt að réttlátri samkeppni á fjölmiðlamarkaði og takmarka umsvif Ríkissjónvarpsins á auglýsingamarkaði. Í frumvarpinu var mikil von. Þar kom fram skýr pólitískur vilji til þess að leiðrétta samkeppnisumhverfi einkarekinna sjónvarpsstöðva. Frumvarpið var skref í rétta átt. Það mátti færa rök fyrir því að þær takmarkanir sem settar voru fram í frumvarpinu væru litlar og dugði það eitt að benda á að meðalnýting RÚV á auglýsingum í sjónvarpi var um 3 prósent pr. útsenda klukkustund í október á meðan takmarkanir í frumvarpinu kváðu á um 5 til 10 prósenta hámarks nýtingu. Það sem skipti öllu máli var að vilji ráðherra var skýr, starfsfólk ráðuneytisins trúði því að í frumvarpinu fælust umtalsverðar takmarkanir á umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði. Skjárinn ætlaði sér að treysta stjórnvöldum fyrir því að þetta væri rétt mat. Það sem skiptir meira máli var að í frumvarpinu var ákvæði um endurskoðun fyrir 1. júlí árið 2009. Þannig var í frumvarpinu tækifæri til þess að bregðast við ef takmarkanir væru ekki raunverulegar, eða mat á afleiðingum rangar. Tillögurnar hafa nú verið dregnar til baka. Sagt er að árið 2009 verði lagðar fram nýjar tillögur, frumvarp sem muni hafa áhrif á alla fjölmiðla á Íslandi. Menntamálanefnd Alþingis treysti sér ekki til þess að afgreiða frumvarp menntamálaráðherra. Ástæður sem gefnar voru upp í fjölmiðlum voru tvíþættar, annars vegar sú að fjöldi athugasemda hefði borist, meðal annars frá kvikmyndagerðarmönnum, auglýsendum og auglýsingagerðarmönnum. Hins vegar var gefin upp sú afstaða að óskynsamlegt væri að setja takmörk á ríkisfjölmiðilinn á auglýsingamarkaði nema reglur um eignarhald á fjölmiðlum væru settar samhliða. Þegar umsagnir um frumvarpið verða gerðar opinberar verður athyglisvert að skoða hvað umsagnaraðilarnir höfðu um það að segja. Nefnum nokkra umsagnaraðila í tveimur hópum. Í fyrri hópnum eru útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, Hollvinasamtök Ríkisútvarpsins, Félag fréttamanna Ríkisútvarpsins, Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins, Samtök stéttafélaga almannaútvarpsstöðva á Norðurlöndunum og Félag kvikmyndagerðarmanna. Í seinni hópnum eru einkareknu fjölmiðlarnir, Samtök atvinnulífsins, Samtök auglýsenda, Viðskiptaráð Íslands og Samkeppniseftirlitið en ég þykist vita að þeir sem tilheyra seinni hópnum hafi fagnað frumvarpinu og því mikilvæga skrefi sem til stóð að taka. Starfsmenn menntamálaráðuneytisins hafa unnið að því að skoða möguleika á takmörkun á umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði frá því í vor, bæði forsætisráðherra og menntamálaráðherra lýstu því yfir opinberlega í sumar að það stæði til að setja takmörk. Það vekur upp spurningar ef menntamálanefnd Alþingis ber minna traust til tillögu ráðherra en fyrirtæki sem starfa á markaðinum. Hvaða rök liggja að baki ákvörðuninni? Voru umsagnir studdar raunverulegum gögnum? Hvaða breytingar á að gera í nýjum tillögum sem til stendur að leggja fyrir á næsta ári? Nú er tíminn til að spyrja spurninga. Mín framtíðarsýn er að á Íslandi verði fjölbreyttir, kröftugir og lifandi fjölmiðlar í dreifðri eignaraðild. Ég vil sanngjarnt samkeppnisumhverfi þar sem sjónvarpsstöðvar eiga þess kost að blómstra ef þær sýna góða dagskrá og góðan rekstur. Forsenda þess að fjárfestar sjái hag sinn í að koma að rekstri fjölmiðla er sú að rekstrargrundvöllur þeirra sé traustur og samkeppnin sé sanngjörn. Það getur ekkert einkarekið fyrirtæki keppt við ríkisfyrirtæki sem fær árlega þrjú þúsund og fimm hundruð milljónir í forgjöf frá skattgreiðendum og hikar ekki við að brjóta samkeppnislög. Frjálsir fjölmiðlar á Íslandi voru fleiri en tveir árið 2008, það verður spennandi að sjá hvað þeir verða margir árið 2009.
Markaðir Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira