Viðskipti innlent

Viðsnúningur á síðustu metrunum

Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja.
Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja. Mynd/E.Ól

Gengi hlutabréfa í Nýherja rauk upp um 22,22 prósent í Kauphöllinni í snörpum viðsnúningi á síðustu metrunum í enda viðskiptadagsins. Alla jafna eru lítil viðskipti með bréf Nýherja og þarf lítið til að hreyfa við þeim.

Ef frá er skilin hækkun á Nýherjabréfunum hækkaði gengi bréfa í Teymi um 0,96 prósent, Kaupþings um 0,94 prósent, Century Aluminum fór upp um 0,84 prósent og SPRON um 0,78 prósent. Gengi bréfa í Icelandair, Straumi, Marel, Landsbankanum og Össur hækkaði minna.

Á sama tíma féll gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum um þrjú prósent, Eimskipafélaginu um 2,7 prósent, Færeyjabanka um 2,55 prósent, Bakkavör um 2,28 prósent, Exista fór niður um 1,13 prósent og bréf Glitnis lækkaði um 0,91 prósent.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,24 prósent og stendur í 4.439 stigum. Fyrr í dag fór hún nálægt 4.400 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×