Viðskipti innlent

Krónan styrktist skyndilega í enda dags

Gengi krónunnar tók skyndilegan sveig upp á við undir lokun viðskiptadagsins á gjaldeyrismarkaði í dag og styrkist um 1,87 prósent eftir veikingu innan dags. Gengisvísitalan stendur nú í 178,8 stigum. Engar skýringar eru á þessari skyndilegu styrkingu krónunnar. Þetta er fimmti dagurinn í mánuðurinn í mánuðinum sem hún styrkist en annað skiptið sem hún hækkar um meira en eitt prósent. Bandaríkjadalur kostaði enda dasg 93,7 krónur, ein evra 137 krónur og eitt breskt pund 173,4 krónur. Þá kostar ein dönsk króna 18,4 krónur íslenskar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×