Viðskipti innlent

Atlantic Petroleum féll um tæp tuttugu prósent

William Petersen, forstjóri Atlantic Petroleum. Gengi bréfa í félaginu hrundi í Kauphöllinni í dag.
William Petersen, forstjóri Atlantic Petroleum. Gengi bréfa í félaginu hrundi í Kauphöllinni í dag. Mynd/Valli

Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum féll um nítján prósent í Kauphöllinni í dag, sem er langmesta lækkun dagsins. Á sama tíma féllu bréf Atorku Group um 7,69 prósent og Century Aluminum um 7,06 prósent.

Gengi bréfa Bakkavarar lækkaði sömuleiðis um 1,52 prósent. Bréf félagsins enduðu í 3,25 krónum á hlut og hafa þau aldrei verið lægri.

Þá lækkaði gengi bréfa stoðtækjaframleiðandans Össurar um 0,46 prósent.

Bréf Færeyjabanka voru þau einu sem hækkuðu, eða um 1,1 prósent.

Viðskipti voru 83 talsins upp á 302 milljónir króna.

Úrvalsvísitalan lækkaði um fjórðung úr prósenti og endaði í 663 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×