Viðskipti innlent

Icelandair Group hækkar mest í byrjun dags

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Icelandair Group hækkaði um 0,9 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Þetta er sömuleiðis mesta hækkunin. Á eftir fylgdu Marel, sem fór upp um 0,5 prósent og Færeyjabanki, sem hækkaði um 0,36 prósent.

Bakkavör féll eitt skráðra félaga, eða um 0,51 prósent í einum viðskiptum upp á tíu þúsund krónur. Gengi bréfa í Bakkavör stendur nú í 3,88 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra.

Einungis þrettán viðskipti upp á tæpar 22 milljónir króna hafa átt sér stað í Kauphöllinni það sem af er degi.

Úrvalsvísitalan hefur hækkð um 0,06 prósent og stendur í 659 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×