Íslenski boltinn

Val og KR spáð Íslandsmeistaratitlunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björgólfur Guðmundsson frá Lansbankanum og Gísli Gíslason, formaður knattspyrnudeildar ÍA á kynningarfyndi Lansdsbankadeildanna í dag.
Björgólfur Guðmundsson frá Lansbankanum og Gísli Gíslason, formaður knattspyrnudeildar ÍA á kynningarfyndi Lansdsbankadeildanna í dag. Mynd/E. Stefán

Í árlegri spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða liða í Landsbankadeildum var Valsmönnum spáð Íslandsmeistaratitli karla en KR í flokki kvenna.

Valur varð Íslandsmeistari í báðum flokkum í fyrra og körlunum því spáð að þeir haldi titlinum en að Valskonur missi titilinn í Vesturbæinn.

Tólf lið leika í efstu deild karla og tíu í efstu deild kvenna. Hjá körlunum var Fjölni og Grindavík spáð falli en HK/Víkingi og Fjölni hjá konunum.

Spá fyrir Landsbankadeild karla:

1. Valur 405 stig

2. FH 362

3. KR 343

4. ÍA 323

5. Breiðablik 294

6. Fylkir 241

7. Fram 207

8. Keflavík 199

9. HK 120

10. Þróttur 116

11. Fjölnir 108

12. Grindavík 90

Spá fyrir Landsbankadeild kvenna:

1. KR 283 stig

2. Valur 278

3. Breiðablik 240

4. Keflavík 192

5. Stjarnan 172

6. Fylkir 134

7. Þór/KA 105

8. Afturelding 86

9. HK/Víkingur 81

10. Fjölnir 79

Þá gerði Capacent könnun meðal almennings þar sem spurt var hvaða lið yrðu Íslandsmeistari í karla og kvennaflokki. 

Úrtakið var 1100 manns og framkvæmd í lok apríl og byrjun maí.

Landsbankadeild karla: 

Valur 29,2%

FH 21,3%

ÍA 15,3%

KR 11,1%

Önnur lið 23,3% 

Landsbankadeild kvenna: 

Valur 54,7%

KR 15,8%

Breiðablik 15,7%

Önnur lið 13,8% 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×