Dómari kallar sprengjulist Þórarins „heimskulega“ 16. september 2008 07:00 Þórarinn Ingi Jónsson hlaut níu mánaða skilorð vegna listaverks síns í formi sprengjulegs skúlptúrs sem olli uppnámi í Toronto í fyrra. Þórarinn Ingi Jónsson, íslenski listamaðurinn sem olli uppnámi með listaverki sínu í líki sprengju í miðbæ Toronto í Kanada í fyrra, hlaut níu mánaða skilorð þegar hann kom fyrir rétt í Toronto á föstudag. „Við erum afskaplega ánægð og teljum að málið hafi farið eins vel og hægt var,“ segir Jón Ársæll Þórðarson, faðir Þórarins, um útkomuna á föstudag. „Það er greinilegt að kanadísk yfirvöld líta þetta listaverk mjög alvarlegum augum og höfðu á margan hátt lítinn skilning á því sem slíku. Þórarinn Ingi var fyrst og fremst að vinna að list sinni,“ segir Jón, sem segir sig og konu sína, Steinunni Þórarinsdóttur, hafa reynt að standa við bakið á syninum eins og unnt er. Þórarinn stundaði nám við listaháskólann Ontario College of Art and Design í Toronto í fyrra. Sem hluta af lokaverkefni sínu útbjó hann skúlptúr úr viði og málningu sem líktist sprengju við fyrstu sýn. Skúlptúrnum fylgdi miði sem á stóð að ekki væri um sprengju að ræða. Þessu kom Þórarinn fyrir við listasafnið Royal Ontario Museum í nóvember í fyrra. Gjörningurinn olli fjaðrafoki í Toronto, með þeim afleiðingum að safnið var rýmt, götum lokað og góðgerðarsamkomu til styrktar kanadísku alnæmissamtökunum, sem átti að fara fram á safninu sama kvöld, var aflýst. Fyrir rétti á föstudag kallaði dómarinn uppátækið „heimskulegt, meira að segja miðað við unga manneskju“. Þórarinn las upp afsökunarbeiðni, sem dómarinn tók gilda. „Hann baðst ekki afsökunar á listaverkinu, heldur því að hafa valdið þessum óþægindum,“ útskýrir Jón Ársæll. Þá kom einnig fram að Þórarinn hefði unnið sjálfboðavinnu fyrir alnæmissamtök hér á landi, frá því að hann sneri aftur frá Kanada. „Hann stakk upp á því að fá að vinna sjálfboðavinnu fyrir íslensku alnæmissamtökin, þar sem hin kanadísku alnæmissamtök hefðu hugsanlega skaðast af listaverki hans. Það var greinilega mikil ánægja með þau störf hans,“ segir Jón Ársæll. Þórarni var að lokum gert að greiða kanadísku alnæmissamtökunum og listasafninu 2.500 kanadíska dali hvoru, sem samsvarar í heildina rúmum 400 þúsund íslenskum krónum. sunna@frettabladid.is Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þórarinn Ingi Jónsson, íslenski listamaðurinn sem olli uppnámi með listaverki sínu í líki sprengju í miðbæ Toronto í Kanada í fyrra, hlaut níu mánaða skilorð þegar hann kom fyrir rétt í Toronto á föstudag. „Við erum afskaplega ánægð og teljum að málið hafi farið eins vel og hægt var,“ segir Jón Ársæll Þórðarson, faðir Þórarins, um útkomuna á föstudag. „Það er greinilegt að kanadísk yfirvöld líta þetta listaverk mjög alvarlegum augum og höfðu á margan hátt lítinn skilning á því sem slíku. Þórarinn Ingi var fyrst og fremst að vinna að list sinni,“ segir Jón, sem segir sig og konu sína, Steinunni Þórarinsdóttur, hafa reynt að standa við bakið á syninum eins og unnt er. Þórarinn stundaði nám við listaháskólann Ontario College of Art and Design í Toronto í fyrra. Sem hluta af lokaverkefni sínu útbjó hann skúlptúr úr viði og málningu sem líktist sprengju við fyrstu sýn. Skúlptúrnum fylgdi miði sem á stóð að ekki væri um sprengju að ræða. Þessu kom Þórarinn fyrir við listasafnið Royal Ontario Museum í nóvember í fyrra. Gjörningurinn olli fjaðrafoki í Toronto, með þeim afleiðingum að safnið var rýmt, götum lokað og góðgerðarsamkomu til styrktar kanadísku alnæmissamtökunum, sem átti að fara fram á safninu sama kvöld, var aflýst. Fyrir rétti á föstudag kallaði dómarinn uppátækið „heimskulegt, meira að segja miðað við unga manneskju“. Þórarinn las upp afsökunarbeiðni, sem dómarinn tók gilda. „Hann baðst ekki afsökunar á listaverkinu, heldur því að hafa valdið þessum óþægindum,“ útskýrir Jón Ársæll. Þá kom einnig fram að Þórarinn hefði unnið sjálfboðavinnu fyrir alnæmissamtök hér á landi, frá því að hann sneri aftur frá Kanada. „Hann stakk upp á því að fá að vinna sjálfboðavinnu fyrir íslensku alnæmissamtökin, þar sem hin kanadísku alnæmissamtök hefðu hugsanlega skaðast af listaverki hans. Það var greinilega mikil ánægja með þau störf hans,“ segir Jón Ársæll. Þórarni var að lokum gert að greiða kanadísku alnæmissamtökunum og listasafninu 2.500 kanadíska dali hvoru, sem samsvarar í heildina rúmum 400 þúsund íslenskum krónum. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira