Viðskipti innlent

Gjaldeyrisforðinn er til að sýna styrk

Sigurjón Árnason. Bankastjóri Lands­bankans segir að tvöfalda þurfi gjaldeyrisforðann.
Sigurjón Árnason. Bankastjóri Lands­bankans segir að tvöfalda þurfi gjaldeyrisforðann.

„Kjörin hafa verið að batna. Ríkið gæti fengið ágætis kjör núna, kannski 50 til 70 punkta ofan á Libor, en óvíst er að þau muni batna mikið á næstunni,“ segir Sigur­jón Árnason, bankastjóri Landsbankans, um lántökur ríkisins vegna gjaldeyrisforðans. Álagið sé nú í kringum 150 punkta.

Í hádegisviðtalinu í Markaðnum á Stöð tvö í gær sagði Sigurjón að forðinn þyrfti að vera á bilinu 400-600 milljarðar evra. „Meira yrði jákvætt, en hætta er á að minna yrði túlkað sem veikleiki. Forðinn er nú ríflega 200 milljarðar króna.

Sigurjón lagði áherslu á að bankana vantaði ekki fé. „Þetta snýst um að sýna styrk. Þetta er ekki spurning um að Seðlabankinn verði þrautarvaralánveitandi, heldur að hann sýni að hann geti það.“ Markaðurinn biði eftir því. Hins vegar tækju svona hlutir tíma. „Ég held að þetta sé eðlilegur tími,“ sagði Sigurjón, en rúmir tveir mánuðir eru liðnir síðan forsætisráðherra sagði að gjaldeyrisforðinn yrði aukinn. „Ég yrði ekki hissa þótt þetta tæki nokkra mánuði í viðbót.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×