Menning

Sumardjass á Jómfrúnni kveður í bili

María Magnúsdóttir Kemur fram með kvartetti sínum á Jómfrúnni á laugardag.
María Magnúsdóttir Kemur fram með kvartetti sínum á Jómfrúnni á laugardag.

Á sjöundu og síðustu tónleikum sumartónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu nú á laugardag kemur fram kvartett söngkonunnar Maríu Magnúsdóttur. Auk Maríu skipa kvartettinn þeir Eðvarð Lárusson gítarleikari, Ingólfur Magnússon bassaleikari og Jón Óskar Jónsson trommuleikari. Kvartettinn mun flytja eigin útsetningar á tónlist söngkonunnar Joni Mitchell frá árunum 1968-1980.

María Magnúsdóttir útskrifaðist frá Tónlistarskóla FÍH í vor og vinnur nú að gerð sinnar fyrstu plötu. Tónleikarnir hefjast kl. 15 og standa til kl. 17. Leikið verður utandyra á Jómfrúartorginu ef veður leyfir, en annars inni á veitingastaðnum. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.- vþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.