Erlent

Sængaði sjálfviljug hjá ræningja sínum

Óli Tynes skrifar
Natascha og Wolfgang Prikopil.
Natascha og Wolfgang Prikopil.

Austurríska stúlkan Natascha Kampusch sængaði sjálfviljug hjá manninum sem rændi henni og hélt henni fanginni í átta ár, að sögn austurríska dagblaðsins Heute. Blaðið hefur undir höndum lögregluskýrslur sem hingaðtil hefur verið haldið leyndum.

Þær eru frá því að tveir læknar og tveir lögreglumenn yfirheyrðu hana eftir að hún loks slapp úr prísundinni. Í skýrslunum segir meðal annars að hún hafi sagt þeim að hún hafi haft samfarir við Wolfgang Priklopil og að það hafi verið með hennar vilja.

Sálfræðingar hafa leitt að því getum að Natascha hafi liðið af Stokkhólmsheilkenninnu svonefnda. Það felst í því að gíslar tengjast ræningjum sínum böndum og verða jafnvel ástfangnir af þeim. Natascha var aðeins tíu ára þegar henni var rænt.

Wolfgang Prikopil framdi sjálfsmorð með því að kasta sér fyrir sporvagn, eftir að hún slapp frá honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×