Viðskipti innlent

Ísland opnar í mínus

Gengi hlutabréfa í íslenskum fjármálafyrirtækjum lækkaði almennt við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni. Þetta er í samræmi við þróunina á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag.

Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hækkaði um 0,3 prósent við upphaf viðskiptadagsins í dag.

Á sama tíma lá gengi Existu í tveggja prósenta lækkun. Bréf Landsbankans fóru niður um 1,5 prósent, Glitnis um 1,26 prósent og Kaupþings um 1,06 prósent. Straumur og Bakkavör lækkuðu minna í byrjun dags.

Þetta er nokkuð svipuð þróun og á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,1 prósent og stendur hún í 4.265 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×