Viðskipti innlent

Færeyingarnir tóku daginn

Landslagsmynd frá Færeyjum. Færeyjabanki hækkaði mest skráðra félaga í Kauphöllinni hér í dag.
Landslagsmynd frá Færeyjum. Færeyjabanki hækkaði mest skráðra félaga í Kauphöllinni hér í dag.

Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hækkaði um 4,61 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgir Century Aluminum, móðurfélag álversins á Grundartanga. Gengi bréfa í félaginu hækkaði um 2,14 prósent þegar deginum lauk. Exista hækkaði um 1,43 prósent, Icelandair um 1,26 prósent og Glitnir um 0,33 prósent.

Á sama tíma féll gengi bréfa í Spron um 2,78 prósent. Bréf Eimskipafélagsins, Bakkavarar og Straums lækkaði um rúmt prósent en Marel, Kaupþing og Alfesca lækkaði um rúmt prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,24 prósent og stendur vísitalan í 4.233 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×