Erlent

Fritzl vann í Dan­mörku

Austurríkismaðurinn Josef Fritzl, sem læsti dóttur sína inni og misnotaði í 24 ár, vann hjá raftækjafyrirtæki í Danmörku á sjöunda áratug síðustu aldar. Frá þessu greinir Ekstra Bladet í dag.

Friztl mun hafa unnið hjá fyrirtækinu Storno sem er á Amager á árunum 1966-1967 en á sama tíma var kona hans heima í Austurríki og ól honum Elísbetu, dótturina sem hann svívirt í nærri aldarfjórðung.

„Ég vann með honum og man að hann var ekki góður. Hann virkaði á mig sem harðstjóri," hefur Ekstra Bladet eftir ónafngreindum samstarfsmanni Fritzls. Þess má þó geta að lögreglan í Austurríki hefur ekki staðfest upplýsingar Ekstra Bladet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×