Viðskipti innlent

Atorka rauk upp í örlitlum viðskiptum

Magnús Jónsson, forstjóri Atorku Group.
Magnús Jónsson, forstjóri Atorku Group. Mynd/Hörður

Gengi hlutabréfa í Atorku hækkaði um 78 prósent í Kauphöllinni í dag. Ein viðskipti upp á 6.611 krónur standa á bak við hækkunina. Þá hækkaði gengi hlutabréfa í Century Aluminum um 11,5 prósent, Bakkavör um 1,66 prósent og Marel Food Systems um 0,26 prósent.

Gengi bréfa í Færeyjabanka lækkaði um 1,88 prósent á sama tíma.

Heildarviðskipti í Kauphöllinni í dag voru 28 talsins upp á 31,7 milljón króna.

Úrvalsvísitlaan hækkaði um 0,41 prósent og stendur í 640 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×