Viðskipti innlent

Krónan veikist áfram - aðrar myntir rjúka í hæstu hæðir

Mikil veiking krónunnar upp á síðkastið hefur valdið því að helstu gjaldmiðlar hafa aldrei verið dýrari.
Mikil veiking krónunnar upp á síðkastið hefur valdið því að helstu gjaldmiðlar hafa aldrei verið dýrari.
Gengi krónunnar hefur veikst um 1,3 prósent frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði í morgun og stendur gengisvísitalan í 178 stigum. Krónan hefur því veikst um rúm fimm prósent í vikunni. Bandaríkjadalur kostar nú 94 krónur og hefur ekki verið dýrari í rúm sex ár. Ein evra kostar 136 krónur, eitt pund tæpar 172 krónur og ein dönsk króna stendur í rúmum átján krónum íslenskum. Síðasttöldu gjaldmiðlarnir hafa aldrei verið dýrari í íslenskum krónum talið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×