Viðskipti erlent

Markaðsaðstæður éta upp hagnaðinn

Hagnaður svissneska alþjóðabankans Credit Suisse nam 7,76 milljörðum franka, jafnvirði 620,5 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er sex prósentum undir áætlun. Erfiðar markaðsaðstæður í byrjun árs munu líklega éta upp hagnað bankans á fyrsta ársfjórðungi, að mati stjórnenda.

Stjórnendurnir segja að bankinn hafi skilað hagnaði fram í enda febrúar en að lélegur marsmánuður hafi valdið því að líkur séu á að hagnaðurinn þurrkirst út á fyrsta ársfjórðungi öllum.

Þá spilar inn í að nokkrir verðbréfamiðlarar bankans, sem sumum hverjum hefur verið sagt upp, hafi vísvitandi ofmetið verðmæti verð- og skuldabréfavöndla í eigu bankans. Af þessum sökum hafi verið nauðsynlegt að færa verðmætið niður um 2,86 milljarða franka, að sögn breska ríkisútvarpsins. Þótt talan sé há er þetta engu að síður 200 milljónum franka minna en bankinn reiknað með að þurfa að strika út úr bókum sínum þegar málið kom upp í síðasta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×