Viðskipti erlent

Svartsýni í Bandaríkjunum

Mynd/AP

Samdráttarskeið er runnið upp í Bandaríkjunum, að mati meirihluta þarlendra hagfræðinga í könnun bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal.

Sjötíu og einn hagfræðingur tók þátt í könnun blaðsins.

Rúmur helmingur þeirra segja aukið atvinnuleysi í febrúar og samdrátt í smásöluverslun í sama mánuði hafa keyrt hagkerfið niður í kjölfar þrenginga á fasteignamarkaði og reikni þeir með því að hagvöxtur verði um 0,1 prósent á þessum ársfjórðungi en 0,4 á þeim næsta.

Á sama tíma segir blaðið að seðlabanki Bandaríkjanna hafi misst stjórn á verðbólgudrauginum. Hagfræðingarnir hafi áhyggjur af málinu enda muni verðbólga mælast 3,5 prósent um mitt ár. Það er 0,8 prósentustigum meira en fyrri spá hljóðaði upp á. Mestu munar um síhækkandi olíuverð, að sögn Wall Street Journal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×