Olíuverðið skaust í sögulegar hæðir 10. mars 2008 21:29 Frá bandarískum hlutabréfamarkaði. Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í sögulegar hæðir í dag þegar það fór yfir 108 dali á tunnu. Verðið hefur hækkað um heil 25 prósent síðastliðinn mánuð og spá fjármálasérfræðingar að það muni hækka nokkuð næstu daga áður en það gefur eftir. Forsvarsmenn OPEC-ríkjanna, samtaka olíuútflutningsríkja, fjölluðu um olíuverðið á fundi sínum í Vínarborg í Austurríki í síðustu viku. Niðurstaðan var sú að jafnvægi væri á milli framboðs og eftirspurnar og lægju aðrir þættir að baki verðhækkuninni, svo sem spákaupmennska og snörp lækkun á gengi bandaríkjadals í kjölfar stýrivaxtalækkana vestanhafs frá í enda sumars. Gengið hækkaði þó lítillega í dag. Fulltrúar OPEC-ríkjanna ákváðu því að halda framleiðslukvótum óbreyttum. Þróun olíuverðsins er hliðstæð þróun á hrávörumarkaði um þessar mundir en fjárfestar hafa fært sig nær honum í auknum mæli eftir því sem óróleiki hefur aukist á hlutabréfamörkuðum. Enn einn skellurinn varð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir lækkun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Greiningardeild bandaríska fjárfestingarbankans Goldman Sachs segir að vegna aðstæðna í bandarísku efnahagslífi - mikilla uppsagna og útlits fyrir aukin vanskil sem geti leitt til samdráttarskeiðs - geti svo farið að bandaríski seðlabankinn boði til neyðarfundar og lækki stýrivexti fyrir boðaðan vaxtaákvörðunardag 18. mars næstkomandi. Í spá deildarinnar var reiknað með að svo gæti farið að stýrivextir yrðu lækkaðir jafnvel í dag og aftur í næstu viku. Spá dagsins gekk hins vegar ekki eftir. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,29 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,95 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í sögulegar hæðir í dag þegar það fór yfir 108 dali á tunnu. Verðið hefur hækkað um heil 25 prósent síðastliðinn mánuð og spá fjármálasérfræðingar að það muni hækka nokkuð næstu daga áður en það gefur eftir. Forsvarsmenn OPEC-ríkjanna, samtaka olíuútflutningsríkja, fjölluðu um olíuverðið á fundi sínum í Vínarborg í Austurríki í síðustu viku. Niðurstaðan var sú að jafnvægi væri á milli framboðs og eftirspurnar og lægju aðrir þættir að baki verðhækkuninni, svo sem spákaupmennska og snörp lækkun á gengi bandaríkjadals í kjölfar stýrivaxtalækkana vestanhafs frá í enda sumars. Gengið hækkaði þó lítillega í dag. Fulltrúar OPEC-ríkjanna ákváðu því að halda framleiðslukvótum óbreyttum. Þróun olíuverðsins er hliðstæð þróun á hrávörumarkaði um þessar mundir en fjárfestar hafa fært sig nær honum í auknum mæli eftir því sem óróleiki hefur aukist á hlutabréfamörkuðum. Enn einn skellurinn varð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir lækkun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Greiningardeild bandaríska fjárfestingarbankans Goldman Sachs segir að vegna aðstæðna í bandarísku efnahagslífi - mikilla uppsagna og útlits fyrir aukin vanskil sem geti leitt til samdráttarskeiðs - geti svo farið að bandaríski seðlabankinn boði til neyðarfundar og lækki stýrivexti fyrir boðaðan vaxtaákvörðunardag 18. mars næstkomandi. Í spá deildarinnar var reiknað með að svo gæti farið að stýrivextir yrðu lækkaðir jafnvel í dag og aftur í næstu viku. Spá dagsins gekk hins vegar ekki eftir. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,29 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,95 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira