Fótbolti

Knattspyrnusamband Spánar hunsar ríkisstjórnina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sepp Blatter hafði hótað því að útiloka Spán frá alþjóðlegum keppnum.
Sepp Blatter hafði hótað því að útiloka Spán frá alþjóðlegum keppnum. Nordic Photos / Bongarts

Knattspyrnusamband Spánar hefur ákveðið að hunsa ríkisstjórn landsins sem hafði farið fram á að kosning í embætti sambandsins ætti að fara fram fyrr en áætlað var.

Íþróttamálaráðuneyti Spánar skipaði öllum íþróttasamböndum í landinu sem væru ekki hluti af Ólympíuhreyfingunni að halda kosningar fyrir Ólympíuleikana í Peking í sumar.

Sepp Blatter, forseti FIFA, sagði í kjölfarið að ef þetta yrði gert yrðu spænskum landsliðum og félagsliðum meinuð þátttaka í alþjóðlegum keppnum, svo sem EM 2008, Meistaradeild Evrópu og UEFA-bikarkeppninni.

Stjórn spænska knattspyrnusambandsins ákvað hins vegar í gær að hunsa tilmæli ríkisstjórnarinnar.

Spánn og Svíþjóð tryggðu sér þátttökurétt á EM með því að lenda í tveimur efstu sætunum í sínum riðli í undankeppni mótsins. Norður-Írland varð í þriðja sæti og hefði tekið sæti Spánar hefði liðið verið útilokað frá EM í Austurríki og Sviss í sumar.


Tengdar fréttir

Spænska ríkisstjórnin óttast ekki Blatter

Íþróttamálaráðherra Spánar, Jaime Lissavetzky, sagðist þess fullviss um að Spánn fengi að spila á EM 2008 þrátt fyrir hótanir Sepp Blatter, forseta FIFA.

Spánn gæti verið útilokað frá EM 2008

Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA), segir að til greina komi að banna spænsk landslið og félagslið frá öllum alþjólegum keppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×