Slæmar efnahagshorfur í Bandaríkjunum 14. febrúar 2008 15:27 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Mynd/AP Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í dag útlit fyrir slæmar efnahagshorfur í Bandaríkjunum og muni seðlabankinn vera reiðubúinn til að lækka stýrivexti frekar til að bregðast við ástandinu til að sporna við því. Bernanke, sem ræddi við efnahagsnefnd bandarísku öldungadeildarinnar, í dag um horfur í efnahagsmálum og stefnu seðlabankans, vísaði hann til þess þrengingar á bandarískum fasteignamarkaði og lækkun íbúðaverðs hafi dregið mjög úr krafti efnahagslífsins. Mjög hafi dregið úr nýráðningum fyrirtækja og sé útlit fyrir að einstaklingar muni draga úr einkaneyslu á næstunni. „Efnahagshorfur hafa versnað mikið upp á síðkastið," sagði Bernanke og bætti við að þótt aðgerðir seðlabankans og bandarískra stjórnvalda í þá átt að gera fasteignaeigendum auðveldara um vik að greiða af lánum sínum þá hafi gjaldþrotum fjölgað sem upptöku eigna vegna vanskila. Hann sagðist ennfremur reikna með að efnahagshorfurnar muni batna síðar á árinu. Eftir sem áður væri mikilvægt að gera sér grein fyrir hættumerkjunum. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur lækkað stýrivexti um 1,25 prósent á þessu ári einu saman í því skyni að koma í veg fyrir samdrátt í einkaneyslu sem spáð er að geti komið harkalega niður á hagvexti auk þess að veita háum fjárhæðum inn í efnahagslífið. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í dag útlit fyrir slæmar efnahagshorfur í Bandaríkjunum og muni seðlabankinn vera reiðubúinn til að lækka stýrivexti frekar til að bregðast við ástandinu til að sporna við því. Bernanke, sem ræddi við efnahagsnefnd bandarísku öldungadeildarinnar, í dag um horfur í efnahagsmálum og stefnu seðlabankans, vísaði hann til þess þrengingar á bandarískum fasteignamarkaði og lækkun íbúðaverðs hafi dregið mjög úr krafti efnahagslífsins. Mjög hafi dregið úr nýráðningum fyrirtækja og sé útlit fyrir að einstaklingar muni draga úr einkaneyslu á næstunni. „Efnahagshorfur hafa versnað mikið upp á síðkastið," sagði Bernanke og bætti við að þótt aðgerðir seðlabankans og bandarískra stjórnvalda í þá átt að gera fasteignaeigendum auðveldara um vik að greiða af lánum sínum þá hafi gjaldþrotum fjölgað sem upptöku eigna vegna vanskila. Hann sagðist ennfremur reikna með að efnahagshorfurnar muni batna síðar á árinu. Eftir sem áður væri mikilvægt að gera sér grein fyrir hættumerkjunum. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur lækkað stýrivexti um 1,25 prósent á þessu ári einu saman í því skyni að koma í veg fyrir samdrátt í einkaneyslu sem spáð er að geti komið harkalega niður á hagvexti auk þess að veita háum fjárhæðum inn í efnahagslífið.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira