Viðskipti erlent

Bandaríkjamenn bíða smásölutalna

Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum sem opnar eftir tæpa klukkustund.
Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum sem opnar eftir tæpa klukkustund.

Reiknað er með að hlutabréf í Bandaríkjunum muni almennt hækka í dag eftir þeysireið í gær sem smitaði út frá sér til fleiri markaða, svo sem hér á landi. Stærsta þátt í væntingunum spila birting talna um veltu í smásöluverslun vestanhafs í síðasta mánuði en vonir standa til að þær séu góðar fremur en hitt.

Tölur um vöxt og afkomu í smásölusverslun skipta miklu máli vestanhafs enda benda þær til hvort einkaneysla hafi dregist saman eður aukist í janúar. Einkaneysla er stór liður í bandarískum hagtölum, eða tveir þriðjuhlutar. Séu merki um að dregið hafi úr smásöluverslun bendir það til samdráttar í bandarísku efnahagslífi, að sögn Associated Press-fréttastofunnar.

Vísbendingar um hækkunina vestra liggur í hækkun á gengi stórra fyrirtækja í utanþingsviðskiptum í Bandaríkjunum fyrir opnun markaða í dag, að sögn fréttastofunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×