Formúla 1

BMW í vanda

Nick Heidfeld lét sér leiðast á fæingu í dag
Nick Heidfeld lét sér leiðast á fæingu í dag Nordic Photos / Getty Images

Það hefur sýnt sig að BMW liðið hefur ekki verið á því flugi sem liðið ætlaði eftir að hafa frumsýnt bíla sína. Liðsmenn BMW voru ekki meðal fremstu manna á Valencia brautinni í dag, þar sem Finnarnir Kimi Raikkönen á Ferrari og Heikki Kovalainen á McLaren voru fljótastir og nýliðinn Kazuki Nakajima á Williams þriðji.

Tæknistjóri BMW, Willy Rampf er þó sannfærður að allt muni ganga liðinu að óskum í fyrsta mótinu í Melbourne í mars.

,,Áreiðanleiki bílsins er góður. Hann er traustur og ekkert sérstakt hefur bilað á æfingunum í Valencia. En við verðum að bæta aksturseiginleika bílsins, auka hraðann," sagði Rampf.

BMW æfir næst í Barcelona í byrjun febrúar og mætir þá með endurbættan bíl, en Nick Heidfeld ökumaður liðsins sagði í vikunni að BMW væri ekki eins vel sett og í upphafi árs í fyrra. BMW stefnir á fyrsta sigurinn í Formúlu 1 á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×