Viðskipti erlent

Hlutabréf taka sprettinn í Evrópu

Mikil hækkun hefur verið á helstu hlutabréfamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag eftir fall í gær.
Mikil hækkun hefur verið á helstu hlutabréfamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag eftir fall í gær. Mynd/AFP

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi hefur hækkað um tæp 4,5 prósent í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag en sprettur hefur verið á hlutabréfamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag eftir mikla lækkun í gær.

Takturinn var sleginn í kauphöllinni í Tókýó í Japan í nótt þegar Nikkei-vísitalan hækkaði um eitt prósent strax við upphaf viðskiptadagsins en endaði í tveggja prósenta hækkun. Væn hækkun var sömuleiðis á öðrum Asíumörkuðum.

Þá hefur snörp hækkun verið á mörkuðum í Evrópu. Þar af hefur FTSE-vísitalan hækkað um 3,15 prósent eftir tæplega fjögurra prósenta hækkun við upphaf dags. Sömuleiðis hafa aðalvísitölur hækkað um tæp fimm prósent í Þýskalandi og Frakklandi.

Aðalvísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hefur hækkað mikið. Minnst í Kaupmannahöfn, sem hefur hækkað um rúm þrjú prósent, en mest í Helsinki í Finnlandi, sem hefur hækkað um rúm sex prósent.

Viðskipti hefjast í Kauphöll Íslands eftir um hálftíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×