Formúla 1

Renault og Williams frumsýndu á Spáni

Fernando Alonso í Renault-bifreið sinni í dag.
Fernando Alonso í Renault-bifreið sinni í dag. Nordic Photos / AFP

Bæði Renault og Williams nýttu sér Valencia brautina á Spáni til að frumsýna og frumkeyra ný ökutæki, sem notuð verða á næsta keppnistímabili.

Þar var þó þoka í morgun og ökumenn komust fáa hringi.

Williams mun ekki verða með sérstaka frumsýningu á bíl sínum, eins og önnur lið gera oft með pompi og prakt en hins vegar kom á óvart að Renault bíllinn skyldi vera sýndur. Ljóst er að Renault vill nýta æfingatíma sem mest.

Spánverjinn Fernando Alonso ók nýja Renault 28 bílnum, en Nico Hulkenberg frá Þýskalandi prófaði bíl Williams. Báðir bílarnir eru með svipaða vængi og önnur lið hafa mætt með á þessu ári, tvöfaldan framvæng.

Fjölmörg lið æfa á Valencia næstu dagana, en formleg frumsýng Renault verður í Hollandi í lok mánaðarins.

Sjá nánar á kappakstur.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×