Formúla 1

Nýr BMW F1 08 frumsýndur

BMW liðið frumsýndi í dag nýjan keppnisbíl og bíllinn er þriðja útgáfa Formúlu 1 bíls sem fyrirtækið smíðar, eftir að fyrirtækið keypti liðið af Peter Sauber. Nick Heidfeld og Robert Kubica verða ökumenn BMW, rétt eins og í fyrra.

BMW liðið var spútníklið ársins í fyrra og varð í öðru sæti í stigakeppni bílasmiða eftir að McLaren var dæmt úr leik vegna njósnamálins.

,,Við höfum lært mikið síðan við keyptum Sauber árið 2005 og höfum lagt mikla vinnu í nýja bílinn, BMW F1 08. Reynsla okkar síðustu tvö ár hefur skilað sér í nýja bílinn," sagði Mario Thiessen á frumsýningunni í dag.

,,Bíllinn er stórt framfaraskref frá 2007 bílnum og munum berjast við liðin sem hafa verið framar okkur í ár. Það verður erfitt að landa fyrsta sigrinum, því McLaren og Ferrari eru með sterkt liði. Vonandi höfum við náð að minnka bilið á milli okkar, en ljóst að þau hafa líka tekið framförum."

"Við erum með bestu ökumennina í Heidfeld og Kubica, en líka ljóst að þeir geta bætt sig. Bíllinn er betri og því verða þeir betri. Þeir vinna vel með tæknimönnum okkar og eru lykillinn að samstilltu liði," sagði Thiessen.

Sjá nánar á www.kappakstur.is 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×