Raikkönen skikkaður til að styðja Massa 30. september 2008 19:21 Kimi Raikkönen verður að styðja við bakið á Felipe Massa í þeim mótum sem eftir eru, eftir frekar slakt gengi síðan í apríl. mynd: Getty Images Ferrari liðið hefur tekið þá ákvörðun að núverandi heimsmeistari skuli styðja Felipe Massa í síðustu þremur Formúlu 1 mótum ársins. Raikkönen keyrði á vegg um helgina og möguleikar hans á titli eru hverfandi. Raikkönen hefur ekki unnið mót síðan í apríl og er 27 stigum á eftir Lewis Hamilton sem er efstur að stigum. Massa er sjö stigum á eftir Hamilton, en 30 stig er enn í pottinum fyrir þau þrjú mót sem eftir eru. Luca Montezemolo, forseti Ferrari segir að það sé engin spurning lengur um að Raikkönen verði að styðja Massa. ,,Við stefnum á fyrsta og annað sætið í þeim mótum sem eftir eru. Ferrari er sem ein liðsheild og þó okkur hafi mistekist um helgina, þá stöndum við saman, allir sem einn", sagði Montezemolo. Þjónustumaður Ferrari gerði sig sekan um alvarleg mistök í mótinu, þegar han sendi Massa af stað með bensínslöguna áfasta á bílinn. Það eyðilagði möguleika hans á sigri. Hamilton náði þriðja sæti í mótinu og hann segist stefna á örugg stig í mótunum sem eftir eru. Martin Whitmarsh segir engar líkur á því að McLaren geri sömu mistök í fyrra. Þá tapaði Hamilton titilinum í síðasta mótinu, en var tveimur mótum áður með 17 stiga forskot. ,,Við ókum af of miklu kappi í fyrra og allt fór handaskolum. En núna munum við beita meiri skynsemi og það sama á við Hamilton. Við þurfum ekki að vinna til að ná titilinum, þó það sé stefna okkar í öllum mótum ársins. Núna verðum við að spila á stöðuna í stigamótinu", sagði Whitmarsh. McLaren náði um helgina eins stig forskoti í stigamóti bílasmiða. Tók efsta sætið af Ferrari. Sjá stigagjöfina. Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Ferrari liðið hefur tekið þá ákvörðun að núverandi heimsmeistari skuli styðja Felipe Massa í síðustu þremur Formúlu 1 mótum ársins. Raikkönen keyrði á vegg um helgina og möguleikar hans á titli eru hverfandi. Raikkönen hefur ekki unnið mót síðan í apríl og er 27 stigum á eftir Lewis Hamilton sem er efstur að stigum. Massa er sjö stigum á eftir Hamilton, en 30 stig er enn í pottinum fyrir þau þrjú mót sem eftir eru. Luca Montezemolo, forseti Ferrari segir að það sé engin spurning lengur um að Raikkönen verði að styðja Massa. ,,Við stefnum á fyrsta og annað sætið í þeim mótum sem eftir eru. Ferrari er sem ein liðsheild og þó okkur hafi mistekist um helgina, þá stöndum við saman, allir sem einn", sagði Montezemolo. Þjónustumaður Ferrari gerði sig sekan um alvarleg mistök í mótinu, þegar han sendi Massa af stað með bensínslöguna áfasta á bílinn. Það eyðilagði möguleika hans á sigri. Hamilton náði þriðja sæti í mótinu og hann segist stefna á örugg stig í mótunum sem eftir eru. Martin Whitmarsh segir engar líkur á því að McLaren geri sömu mistök í fyrra. Þá tapaði Hamilton titilinum í síðasta mótinu, en var tveimur mótum áður með 17 stiga forskot. ,,Við ókum af of miklu kappi í fyrra og allt fór handaskolum. En núna munum við beita meiri skynsemi og það sama á við Hamilton. Við þurfum ekki að vinna til að ná titilinum, þó það sé stefna okkar í öllum mótum ársins. Núna verðum við að spila á stöðuna í stigamótinu", sagði Whitmarsh. McLaren náði um helgina eins stig forskoti í stigamóti bílasmiða. Tók efsta sætið af Ferrari. Sjá stigagjöfina.
Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira