Viðskipti innlent

Grandi rauk upp eftir kyrrstöðu

Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri Granda.
Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri Granda. Mynd/Vilhelm

Gengi hlutabréfa í fiskvinnslufyrirtækinu HB Granda hækkaði um fimm prósent í Kauphöll Íslands í dag í viðskiptum upp á rúmar 52 milljónir króna. Afar lítil viðskipti eru alla jafna með bréf í félaginu á markaði og verðmyndun lítil. Lítið þarf því til að hreyfa við gengi bréfa þess.

Á eftir Granda fylgdi Spron, sem hækkaði um 2,72 prósent, og Teymi, sem fór upp um 2,59 prósent. Á eftir fylgdu Landsbankinn, Straumur og Alfesca.

Á sama tíma féll gengi bréfa í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways um 3,87 prósent og Eik banka um 2,71 prósent. Þá féll sömuleiðis gengi bréfa í Bakkavör um 2,18 prósent en gengi bréfanna stendur nú í 26,9 krónum á hlut.

Össur lækkaði sömuleiðis um 1,87 prósent, Atlantic Petroleum um 1,27 prósent, en Atorka, Marel og Kaupþing um tæpt prósent.

Úrvalsvísitalan stóð næsta óbreytt á milli daga, lækkaði um 0,02 prósent og stendur hún í 4.295 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×