Viðskipti innlent

Mikil hækkun á norrænum hlutabréfamörkuðum

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings.
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings. Mynd/Vilhelm

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur hækkað um þrjú prósent í dag. Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað talsvert á evrópskum hlutabréfamörkuðum, þó mest á þeim norrænum.

Þá hefur gengi bréfa í Storebrand, sem Kaupþing og Exista eiga tæp 30 prósent í, hækkað um 2,5 prósent á sama tíma og gengi bréfa í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo, sem Exista á fimmtung í, hefur hækkað um 1,98 prósent.

Af norrænu mörkuðum hefur hlutabréfavísitalan hækkað mest í Kaupmannahöfn, eða um 2,85 prósent, eftir skell í vikubyrjun. Vísitalan í Helsinki hefur hækkað um 2,75 prósent og sú sænska um 1,7 prósent.

Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi hækkað um 0,99 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 0,93 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi hækkað um 0,9 prósent.

Nikkei-vísitalan hækkaði lítillega í morgun, eða um 0,15 prósent.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×