Viðskipti erlent

Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu

Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans.
Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans. Mynd/AFP

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Litlar líkur eru taldar á því að bankinn geri breytingar á vaxtastigi í bráð enda verðbólguþrýstingur mikill samfara útliti fyrir hægari hagvöxt en í fyrra, að mati Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóra.

Breska ríkisútvarpið segir nokkra hafa þrýst á um vaxtalækkun til að koma í veg fyrir stöðnun.

Verðbólga á evrusvæðinu mældist 3,5 prósent í síðasta mánuði en það er 1,5 prósentustigum yfir verðbólgumarkmiðum bankans.

Stóran þátt í því á hátt verð á raforku og matvælum sem hefur rokið upp á heimsvísu síðustu misserin.

Gengi evru stendur í methæðum gagnvart breska pundinu og bandaríkjadal, en báðar myntirnar hafa gefið eftir í kjölfar stýrivaxtalækkana beggja vegna Atlantsála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×