Viðskipti erlent

Hráolíuverð aftur í methæðir

Síhækkandi verð á hráolíu hefur skilað sér í dýrari bensíndropa upp á síðkastið.
Síhækkandi verð á hráolíu hefur skilað sér í dýrari bensíndropa upp á síðkastið. Mynd/AFP

Heimsmarkaðsverð sló nýtt met í dag þegar það hækkaði verulega og snerti 146 dali á tunnu. Ástæðan er vaxandi spenna fyrir botni Miðjarðarhafs, fyrirhugað nokkurra daga verkfall í olíuframleiðslu í Brasilíu og árásir á olíuvinnslustöðvar í Nígeríu.

Verðið stendur nú í 145,98 dölum á tunnu og hefur aldrei verið hærra. Þá fór Brent-Norðursjávarolí aí 145,66 dali á tunnu. Verðið fór í 146,69 dali í síðustu viku.

Verðið hafði lækkað talsvert í vikunni en tók stökkið upp í gær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×