Menning

Bandarísk bókmenntaverðlaun

peter matthiessen
peter matthiessen

Peter Matthiessen, rithöfundur og stofnandi Paris Review, hlaut á miðvikudag National Book Award fyrir skáldsögu sína Wednesday night for Shadow Country sem er endurritun á verki hans frá áttunda áratugnum. Hann hefur áður fengið þessi verðlaun fyrir eitt sitt frægasta verk, The Snow Leopard.

Baráttumaðurinn og umhverfisverndarsinninn er á áttugasta og fyrsta aldursári. Sagan er steypt úr þremur skáldsögum sem gerast í Flórída-fenjunum í Shadow County og lýsir hnignun á plantekru frá borgarastyrjöldinni til kreppuáranna í fjölskylduhögum, atvinnu- og umhverfismálum. Það tók hann sex ár að umskrifa verkið, stytta það og breyta og loks að skrifa það að nýju.

Önnur verk sem voru tilnefnd voru Home eftir Marilynne Robinson, The Lazarus Project eftir Aleksandar Hemon, The End eftir Salvatore Scibona, Telex from Cuba eftir Rachel Kushner. Vinningsverkið í almennum flokki var The Hemingses of Monticello sem er líka fjölskyldusaga sem rekur örlög afkomenda Sally Hemings sem var ambátt á heimili Thomasar Jefferson. Höfundur hennar er Annette Gordon-Reed, lagaprófessor við New York Law School og prófessor í sögu við Rutgers-háskólann. Þetta er önnur bók hennar um efnið; hún kannaði samband þeirra Jeffersons og Hemings í verkinu Thomas Jefferson and Sally Hemings: An American Controversy.

Barnabókaverðlaunin vann Judy Blundell, sem skrifar undir nafninu Jude Watson. Saga hennar heitir What I Saw and How I Lied, sem lýsir ungri konu sem rýfur blekkingavef þegar faðir hennar kemur heim með ókunnan mann frá vígvöllum seinna stríðs. Ljóðabók ársins er safn úr fyrri ljóðabókum Marks Doty, Fire to Fire, Each winner of the awards founded in 1950 and sponsored by the non-profit National Book Foundation gets $10,000.

Verðlaunin voru sett á stofn 1950 og fylgir hverri viðurkenningu peningaupphæð sem nú eru tíu þúsund dalir. Verðlaunaafhendingin var tilfinningaþrungin því margir ræðumenn lýstu von sinni um breytta tíma undir nýrri ríkisstjórn Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.