Hefur skilning og pólitískt þor Magnús Már Guðmundsson skrifar 23. júlí 2008 16:09 Kristján Möller, samgönguráðherra. „Ég hef skilning á náttúruverndar- sjónarmiðum og pólitískt þor en það ekki þar með sagt að það þurfi að vera nákvæmlega það sama og menn biðja um hverju sinni,“ segir Kristján Möller, samgönguráðherra, í kjölfar yfirlýsingar Bergs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Landverndar, frá því fyrr í dag. Bergur sagði Kristján skorta skilning á náttúruvernd eða pólitískt þor til að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða. Hann sagði Vegagerðina vera ríki í ríkinu sem væri að hefja náttúruspjöll með framkvæmdum við Gjábakkaveg, veg um Teigskóg og Dettifossveg. Kristján segist tvívegis hafa átt fundi með fulltrúum Landverndar um framkvæmdirnar og hlustað á sjónarmið samtakanna. ,,Ég hef lesið öll þau gögn sem til eru varðandi þessa vegi en ég er hinsvegar ekki sammála þeirra sjónarmiðum og byggi ég þá skoðun mína á því að mat á umhverfisáhrifum við allar þessar framkvæmdir hefur farið fram." Í staðinn fyrir veg um Teigskóg hefur verið rætt um jarðgöng. ,,Ég hef ekkert á móti jarðgöngum en það er miklu meiri kostnaður sem fylgir þeim," segir Kristján og bætir við að það er mat hans hans að framkvæmdir við veginn eigi að hefjast sem fyrst. Auk þess hafi umhverfisráðherra úrskurðað um framkvæmdina og Vegagerðin breytt áætlunum sínum í framhaldinu. Um Dettifossveg segir Kristján að það hafi verið sameiginleg niðurstaða starfshóps sem í voru fulltrúar sveitarfélaga, Náttúruverndar ríkisins, Ferðamálaráðs og Samtaka ferðaþjónustunnar að leggja veginn vestan Jökulsár. Áður en útboð um veg um Gjábakka hófst segist Kristján hafa farið vel yfir öll gögn sem hafi komið inn á hans borð. ,,Ef skoðaðar eru niðurstöður umhverfismats sést að meirihluti nítratmengunar sem fer í Þingvallavatn er vegna landbúnaðar, sumarhúsa og umferðar sem fylgir skráningu Þingvalla á heimsminjaskrá UNESCO. Þessi atriði hafa meiri áhrif heldur en staðsetning vegar um Gjábakka," segir Kristján. Kristján segist hafa farið vel yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við fyrrnefnda vegi. ,,Umhverfismat liggur fyrir og umhverfisráðherra er búinn að úrskurða í kærumálum þannig að þessi verk ganga eftir. Búið er að semja við verktaka um lagningu Gjábakkavegar og Dettifossvegar.“ Teigsskógur Tengdar fréttir Vegagerðin er ekki eins og ríki í ríkinu Ákvarðanir um vegalagningu, til dæmis varðandi Dettifossveg, Lyngdalsheiðarveg og Vestfjarðaveg um Teigsskóg, eru ekki teknar að óathuguðu máli. Í öllum þessum tilvikum hefur farið fram ítarlegt mat og skoðun á mögulegum veglínum. 23. júlí 2008 12:58 Segir samgönguráðherra skorta skilning eða pólitískt þor Kristján L. Möller skortir skilning á náttúruvernd eða pólitískt þor til að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða, að sögn Bergs Sigurðssonar framkvæmdastjóra Landverndar. Hann segir Vegagerðina vera ríki í ríkinu. 23. júlí 2008 10:37 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
„Ég hef skilning á náttúruverndar- sjónarmiðum og pólitískt þor en það ekki þar með sagt að það þurfi að vera nákvæmlega það sama og menn biðja um hverju sinni,“ segir Kristján Möller, samgönguráðherra, í kjölfar yfirlýsingar Bergs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Landverndar, frá því fyrr í dag. Bergur sagði Kristján skorta skilning á náttúruvernd eða pólitískt þor til að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða. Hann sagði Vegagerðina vera ríki í ríkinu sem væri að hefja náttúruspjöll með framkvæmdum við Gjábakkaveg, veg um Teigskóg og Dettifossveg. Kristján segist tvívegis hafa átt fundi með fulltrúum Landverndar um framkvæmdirnar og hlustað á sjónarmið samtakanna. ,,Ég hef lesið öll þau gögn sem til eru varðandi þessa vegi en ég er hinsvegar ekki sammála þeirra sjónarmiðum og byggi ég þá skoðun mína á því að mat á umhverfisáhrifum við allar þessar framkvæmdir hefur farið fram." Í staðinn fyrir veg um Teigskóg hefur verið rætt um jarðgöng. ,,Ég hef ekkert á móti jarðgöngum en það er miklu meiri kostnaður sem fylgir þeim," segir Kristján og bætir við að það er mat hans hans að framkvæmdir við veginn eigi að hefjast sem fyrst. Auk þess hafi umhverfisráðherra úrskurðað um framkvæmdina og Vegagerðin breytt áætlunum sínum í framhaldinu. Um Dettifossveg segir Kristján að það hafi verið sameiginleg niðurstaða starfshóps sem í voru fulltrúar sveitarfélaga, Náttúruverndar ríkisins, Ferðamálaráðs og Samtaka ferðaþjónustunnar að leggja veginn vestan Jökulsár. Áður en útboð um veg um Gjábakka hófst segist Kristján hafa farið vel yfir öll gögn sem hafi komið inn á hans borð. ,,Ef skoðaðar eru niðurstöður umhverfismats sést að meirihluti nítratmengunar sem fer í Þingvallavatn er vegna landbúnaðar, sumarhúsa og umferðar sem fylgir skráningu Þingvalla á heimsminjaskrá UNESCO. Þessi atriði hafa meiri áhrif heldur en staðsetning vegar um Gjábakka," segir Kristján. Kristján segist hafa farið vel yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við fyrrnefnda vegi. ,,Umhverfismat liggur fyrir og umhverfisráðherra er búinn að úrskurða í kærumálum þannig að þessi verk ganga eftir. Búið er að semja við verktaka um lagningu Gjábakkavegar og Dettifossvegar.“
Teigsskógur Tengdar fréttir Vegagerðin er ekki eins og ríki í ríkinu Ákvarðanir um vegalagningu, til dæmis varðandi Dettifossveg, Lyngdalsheiðarveg og Vestfjarðaveg um Teigsskóg, eru ekki teknar að óathuguðu máli. Í öllum þessum tilvikum hefur farið fram ítarlegt mat og skoðun á mögulegum veglínum. 23. júlí 2008 12:58 Segir samgönguráðherra skorta skilning eða pólitískt þor Kristján L. Möller skortir skilning á náttúruvernd eða pólitískt þor til að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða, að sögn Bergs Sigurðssonar framkvæmdastjóra Landverndar. Hann segir Vegagerðina vera ríki í ríkinu. 23. júlí 2008 10:37 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Vegagerðin er ekki eins og ríki í ríkinu Ákvarðanir um vegalagningu, til dæmis varðandi Dettifossveg, Lyngdalsheiðarveg og Vestfjarðaveg um Teigsskóg, eru ekki teknar að óathuguðu máli. Í öllum þessum tilvikum hefur farið fram ítarlegt mat og skoðun á mögulegum veglínum. 23. júlí 2008 12:58
Segir samgönguráðherra skorta skilning eða pólitískt þor Kristján L. Möller skortir skilning á náttúruvernd eða pólitískt þor til að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða, að sögn Bergs Sigurðssonar framkvæmdastjóra Landverndar. Hann segir Vegagerðina vera ríki í ríkinu. 23. júlí 2008 10:37