Fótbolti

Hermann í byrjunarliði Portsmouth

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann Hreiðarsson í leik með Portsmouth.
Hermann Hreiðarsson í leik með Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images

Hermann Hreiðarsson líklega í byrjunarliði Portsmouth en liðið mætir Arnóri Smárasyni og félögum í hollenska úrvalsdeildarliðinu Heerenveen í UEFA-bikarkeppninni í kvöld.

„Hermann fær pottþétt tækifæri í þessum leik,“ sagði Tony Adams, knattspyrnustjóri Portsmouth. „Hermann hefur þurft að vera þolinmóður,“ bætti hann við. Hann sagði einnig að það væri erfitt að gera margar breytingar á liðinu þar sem margir leikmenn, eins og Djimi Traore, David Nugent og Lauren eru ekki gjaldgengir í keppninni.

Portsmouth hefur aðeins hlotið eitt stig úr þremur leikjum í keppninni og á engan möguleika á að komast áfram í 32-liða úrslit, rétt eins og Heerenveen sem er án stiga eftir þrjá leiki.

John Metgod, þjálfari hjá Porstmouth, segir að þetta sé kærkomið tækifæri fyrir leikmenn sem hafa ekki fengið mörg tækifæri að undanförnu að sýna sig og sanna. Talið er einnig líklegt að Kanu fái tækifæri í kvöld.

„Það er alltaf gott fyrir leikmenn að fá að spila og sýna stjóranum hvað þú getur," sagði Metgod í samtali við staðarblað í Portsmouth.

Hermann var í byrjunarliði Portsmouth er liðið tapaði fyrir Braga á útivelli í keppninni og þá kom hann inn á sem varamaður í leik gegn Guimaraes.

Hann hefur hins vegar ekki verið í byrjunarliði Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni síðan að Portsmouth tapaði fyrir Chelsea, 4-0, í fyrstu umferð. Síðan þá hefur hann þrívegis komið inn á sem varamaður, síðast í byrjun október er Portsmouth vann 2-1 sigur á Stoke.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×