Viðskipti innlent

Nýherji tapaði 432 milljónum

Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja.
Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja. Fréttablaðið/E.ÓL.
Nýherji tapaði 432 milljónum króna á fyrri hluta árs. Fyrirtækið skilaði 209 milljóna króna hagnaði á fyrri hluta ársins 2007.

Samkvæmt tilkynningu frá félaginu var ágæt afkoma af kjarnastarfsemi Nýherja og starfsemi Applicon erlendis en afkoma af fjárfestingum í nýrri starfsemi var undir væntingum.

Sala á vöru og þjónustu nam 7.129 milljónum króna pg þar af voru um 22 prósent af starfsemi félagsins erlendis.

EBITDA var 268 milljónir króna en var 302 milljónir króna á fyrri árs-helmingi 2007. Gengistap var 455 milljónir króna.

"Rekstur og afkoma af kjarnastarfsemi Nýherja var ágæt og einnig af starfsemi Applicon erlendis. Slök afkoma af fjarfestingum í nýrri starfsemi íþyngja rekstrinum, en áfram verður unnið að því að ná fram samlegð í núverandi og nýrri starfsemi innan Nýherja. EBITDA var lakari nú en á sama ársfjórðungi á síðasta ári, m.a. vegna tapreksturs einstakra eininga og talsverðrar gjaldfærslu á hugbúnaðarþróun. Lækkun á gengi íslensku krónunnar og háir vextir á Íslandi valda því einnig að afkoma félagsins er mun lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir," segir Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, í tilkynningu








Fleiri fréttir

Sjá meira


×