Erlent

Rússar stöðvuðu Sameinuðu þjóðirnar í Georgíu

Óli Tynes skrifar
Eftir klukkustundar samningaþóf var bílalest Sameinuðu þjóðanna gerð afturræk.
Eftir klukkustundar samningaþóf var bílalest Sameinuðu þjóðanna gerð afturræk. MYND/AP

Rússneskir hermenn gerðu í dag afturreka bílalest frá Hjálparstofnunum Sameinuðu þjóðanna sem var á ferð í Georgíu.

Rússar hafa ekki staðið við vopnahléssáttmála sem þeir skrifuðu undir, þar sem meðal annars stóð að þeir skyldu kalla allt herlið sitt heim frá Georgíu.

Rússar tóku sér einhliða það sem þeir kalla öryggisbelti í Georgíu og stjórna þar allri umferð.

Þeir segjast einnig munu stýra hafnarborginni Poti áfram og skoða þann varning sem þeim sýnist.

Nicolas Sarkozy forseti Frakklands kom í daga til Moskvu til þess að reyna að fá Rússa til þess að fara frá Georgíu.

Með honum í ferð er Javier Solana utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins. Búast má við að samþykktar verði refsiaðgerðir gegn Rússum ef þeir standa ekki við vopnahléssáttmálann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×