Erlent

Yfir 10 þúsund fórust í Burma

Óli Tynes skrifar
Hreinsað til eftir fellibylinn.
Hreinsað til eftir fellibylinn. MYND/AP

Tala látinna í Burma er komin upp í 10 þúsund manns og þrjúþúsund til viðbótar er saknað. Þetta eru þó aðeins bráðabirgðatölur og ágiskun herforingjastjórnarinnar.

Fjarskiptasamband er lítið í landinu og viðbúið að þessar tölur eigi eftir að hækka eftir því sem fréttir berast frá fleiri héruðum. Auk þessa misstu hundruð þúsunda manna heimili sín og hafa hvorki skjól né drykkjarvatn.

Herforingjarnir hafa loks fallist á að hleypa alþjóðlegum hjálparsveitum inn í landið Sameinuðu þjóðirnar eru þegar byrjaðar að undirbúa flutninga á hjálpargögnum og björgunarsveitum.

Vindhraðinn í fellibylnum sem gekk yfir Burma náði 190 kílómetrum á klukkustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×