Viðskipti innlent

Enn falla bréfin í DeCode

Kári Stefánsson, forstjóri DeCode.
Kári Stefánsson, forstjóri DeCode. Mynd/GVA
Gengi hlutabréfa í líftæknifyrirtækinu DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féll um 4,76 prósent á Nasdaq-markaðnum í Bandaríkjunum í dag og endaði í 40 sentum á hlut. Það hefur aldrei verið lægra. Gengi bréfa í fyrirtækinu hækkaði um sextán prósent í upphafi viðskiptadagsins vestanhafs í dag áður en það tók sveig niður á við að nýju. Gengisþróun DeCode er í litlu samræmi við þróunina á öðrum líftæknifyrirtækjum á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Markaðsverðmæti DeCode hefur hrunið um 53 prósent í vikunni en það nemur nú 24,7 milljónum dala, jafnvirði rúmra 2,3 milljarða íslenskra króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×