Viðskipti innlent

Exista hrynur á síðasta degi

Bakkabræður rýna í tölurnar.
Bakkabræður rýna í tölurnar. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Existu hrundi um 33,33 prósent í Kauphöllinni í dag og endaði í fjörutíu aurum á hlut. Þetta er jafnframt síðasti dagurinn sem félagið er skráð á markað.

Á sama tíma féll gengi bréfa Straums um 6,7 prósent, Færeyjabanka um 2,04 prósent en bréf Marel Food Systems lækkaði um 1,87 prósent, Century Aluminum um 1,42 prósent, Atlantic Petroleum um 0,91 prósent og Bakkavarar um 0,75 prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,1,48 prósent og endaði í 350 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×