Viðskipti innlent

Krónan veikist í byrjun dags

Gengi krónunnar hefur styrkst síðasta mánuðinn. Nú loks fást jafn margar danskar krónur fyrir þá íslensku og fyrir mánuði..
Gengi krónunnar hefur styrkst síðasta mánuðinn. Nú loks fást jafn margar danskar krónur fyrir þá íslensku og fyrir mánuði..

Gengi íslensku krónunnar lækkaði um 0,45 prósent í morgun en styrktist fljótlega og stendur nú nándar óbreytt frá í gær. Vísitala hennar stendur í 152,2 stigum. Gengið hefur styrkst nokkuð síðustu daga og stóð við 151,8 stigin í gær en það hefur ekki farið undir 150 stigin síðan seint í maí.

Bandaríkjadalur kostar nú 75,7 krónur, eitt breskt pund 149,3 krónur og ein evra 118,8 krónur. Þá kostar danska krónan 15,9 krónur íslenskar en hún hefur ekki verið ódýrari í sléttan mánuð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×