Erlent

Engir litlir grænir kallar - ennþá

Óli Tynes skrifar
Á Sprengisandi? Nei, Mars.
Á Sprengisandi? Nei, Mars.

Geimfarið Fönix heldur áfram að senda myndir frá Mars til jarðar. Heldur virðist plánetan eyðileg. Vísindamenn eru þó spenntir fyrir flekkjum sem sjá má á jörðinni.

Þeir eru ekki ólíkir flekkjum sem sjá má í heimskautalöndunum, þar sem ís er undir.

Vísindamennirnir eru einmitt að vonast til þess að finna ís nokkra sentimetra undir yfirborðinu. Þar sem finnst ís hefur verið vatn. Og þar sem finnst vatn er möguleiki á að finnist líf.

Fönix á einnig að grafa ofan í jörðina og taka sýni til efnagreiningar. Enginn býst við að sjá litla græna kalla, en vísindamennirnir yrðu alsælir þótt ekki fyndust nema merki um einhverjar örverur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×