Menning

Svartir þræðir

Æting Eitt verka Gunnhildar Þórðardóttur á sýningunni Svartir þræðir.
Æting Eitt verka Gunnhildar Þórðardóttur á sýningunni Svartir þræðir.

Gunnhildur Þórðardóttir opnar sýninguna Svartir þræðir á laugardag kl. 14 í Grafíksafni Íslands, hafnarmegin í Hafnarhúsinu. Á sýningunni verða ætingar og skúlptúr.

Þetta er önnur einkasýning Gunnhildar á Íslandi; sú fyrri var sýningin Identity eða Samræmi í SuðSuðVestur í Keflavík árið 2006. Áður hefur Gunnhildur haldið einkasýningar í Cambridge og Kaupmannahöfn.

Hún hefur að auki tekið þátt í mörgum samsýningum bæði á Íslandi og erlendis, meðal annars í Hafnarborg, samsýningum Íslenskrar grafíkur í Þýskalandi og á Íslandi, í Cambridge ásamt KIC Art-listahópnum, Cambridge Student Art Expo og ásamt systur sinni Brynhildi Þórðardóttur á Ljósanótt, menningarhátíð í Reykjanesbæ, í galleríBOXi á Akureyri og næst í Þjóðminjasafni Íslands. Þær systurnar skipa listadúóið Lúka Art & Design. Sýningin Svartir þræðir stendur til 28. september og eru allir velkomnir.- vþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.