Erlent

Berlusconi rýkur upp í vinsældum

Óli Tynes skrifar
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu.
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu.

Vinsældir Silvios Berlusconis hafa aukist verulega síðan hann varð forsætisráðherra Ítalíu. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru 53 prósent landsmanna honum fylgjandi.

Það er miðað við 33 prósent fyrir fjórum mánuðum, þegar hann var í stjórnarandstöðunni á þingi.

Vinsælasti ráðherrann í ríkisstjórn Ítalíu er þó innanríkisráðherrann Roberto Maroni.

Hann hefur samið ströng lög gegn ólöglegum innflytjendum og glæpum.

Mannréttindasamtök hafa varað við því að þau geti ýtt undir kynþáttahatur. Fylgi við Maroni er yfir 60 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×